Fluttur með þyrlu eftir að hafa gleypt Legókubb

Lögreglumenn á Kirkjubæjarklaustri voru fengnir í gær til að greiða sjúkrabifreið leið frá Klaustri áleiðis til Reykjavíkur með fjögurra ára dreng sem hafði gleypt Legokubb og stóð hann fastur í barka hans.

Erfiðar aðstæður voru á leiðinni, vegurinn flugháll.

TF-GNA, Þyrla Landhelgisgæslunnar var fengin til móts við fylgdina. Þyrlan var kölluð út kl. 16:16 og lenti hún vegna lélegs skyggnis við Eyvindarhólakirkju vestan við Skóga kl. 17:44. Þar var drengurinn fluttur um borð og flogið með hann á Neyðarmóttöku Landspítalans þar sem gott fólk tók á móti honum kl. 18:31 og fjarlægði kubbinn.

Drengurinn hlaut ekki skaða af.

Fyrri greinVarað við stormi seint í dag
Næsta greinKannabisræktun upprætt á Selfossi