Fluttur í fangelsi eftir akstur undir áhrifum

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Tveir ökumenn sem lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af í liðinni viku eru grunaðir um að hafa ekið ökutækjum sínum undir áhrifum fíkniefna.

Annar þeirra, sem stöðvaður á Höfn á föstudaginn, hljóp undan lögreglu en var handsamaður skömmu síðar og færður til blóðsýnatöku og skýrslugjafar.

Hinn var stöðvaður á Gaulverjabæjarvegi á miðvikudag. Við athugun kom í ljós að hann hafði ekki sinnt kvaðningu um að mæta til afplánunar fangelsisvistar og var hann því fluttur í fangelsið á Hólmsheiði.

Fyrri greinAlmar Yngvi fannst látinn
Næsta greinGabríel og fjölskylda fengu veglega gjöf