Flutt með þyrlu úr Laugavegshlaupinu

Mynd úr safni. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Þyrla Land­helg­is­gæsl­unnar flutti konu úr Lauga­vegs­hlaup­inu í dag, eft­ir að hún veikt­ist skyndi­lega í miðju hlaupi.

Mbl.is greinir frá þessu og hefur eftir Silju Úlfars­dótt­ur, eins skipu­leggj­enda hlaups­ins, að kon­an sé í stöðugu ástandi og með meðvit­und.

Silja seg­ir að kon­an hafi ekki dottið eða slasað sig, held­ur hafi hún skyndi­lega orðið mjög slöpp og flutti þyrlan hana á Landspítalann.

Fyrri greinÓvæntur skellur í Ólafsvík
Næsta greinNýtt skilti býður fólk velkomið til Víkur