Flutt meðvitundarlaus á sjúkrahús

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi vegna konu sem fannst úti í sumarhúsabyggð við Álftavatn í Grímsnesi.

Konan var meðvitundarlaus og orðin mjög köld þegar hún fannst. Hún mun hafa verið lengi úti áður en hún fannst.

Þyrlan var kölluð út klukkan tuttugu mínútur fyrir tólf í gærkvöldi og lenti þyrlan aftur við Landspítalann í Reykjavík rúmum 40 mínútum síðar.

Ekki er vitað um líðan konunnar eins og stendur.

Fyrri greinEndaði á hjólunum úti í skurði
Næsta greinHamar með gott forskot á toppnum