Flutt með þyrlu eftir bílveltu

Tvennt var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur eftir bílveltu á Laugarvatnsvegi, við Þóroddsstaði, síðdegis í dag.

Maður og kona um tvítugt voru í bílnum sem er mikið skemmdur ef ekki ónýtur. Þyrlan var þó ekki kölluð út en hún var á leið úr umferðareftirliti þegar tilkynning um slysið barst.

Ekki liggur fyrir hvort að fólkið sé mikið slasað eftir óhappið.

Fyrri greinTvö gull á Sunnumótinu
Næsta greinKvenfélagið aftur á Evuklæðunum