Flugvélar veðurtepptar á Selfossi

Fimm einkaflugvélar voru veðurtepptar á Selfossflugvelli í gærkvöldi. Vélarnar voru á leið til Reykjavíkur og voru ekki með leyfi fyrir blindflugi.

Vélarnar voru ýmist að koma af Flugsamkomu á Hellu eða frá Vestmannaeyjum. Þær voru allar í sjónflugi og ekki með leyfi fyrir blindflugi og gátu því ekki flogið inn í skýjabakkann sem huldi höfuðborgarsvæðið.

Fyrri greinÍvar sigraði í Vestmannaeyjum
Næsta greinÞyrlan flutti slasaða á sjúkrahús