Flugvél nauðlenti á Þingvallavatni

Þingvallavatn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Síðastliðinn fimmtudag nauðlenti flugmaður eins hreyfils einkaflugvél á ísnum á Þingvallavatni, skammt frá Sandey.

Vélarbilun hafði orðið í flugvélinni en nauðlendingin tókst vel. Nefhjól flugvélarinnar brotnaði undan í lendingunni en hvorki flugmanninn eða farþega sakaði.

Ísinn á Þingvallavatni er mjög ótryggur og eftir skoðun var ákveðið að bíða með björgun vélarinnar. Eigandinn fékk síðan þyrluþjónustu til að taka vélina af vatninu á laugardaginn.

Málið er til rannsóknar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Veiðimanni vísað af vatninu
Daginn áður hafði lögreglan fengið tilkynningu um mann sem var við veiðar á ísnum. Símasamband náðist við manninn og var honum vísað í landi hið snarasta. Ísinn á vatninu er mjög ótryggur og að auki ekki heimilt að veiða þar.