Flugvél brotlenti í Flóahreppi

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Flug­vél brot­lenti ná­lægt Sand­bakka í Flóahreppi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Flugmaðurinn slapp ómeidd­ur en flug­vél­in er illa far­in.

Morgunblaðið greinir frá þessu en klukk­an 19:51 í gær­kvöldi barst stjórn­stöð Land­helg­is­gæsl­unn­ar neyðarboð frá ís­lensk­um flug­véla­neyðasendi. Í kjöl­farið var haft sam­band við flug­mann vél­ar­inn­ar sem sagðist hafa brot­lent vél­inni á leiðinni að flug­vell­in­um á Sel­fossi.

Land­helg­is­gæsl­an gerði Neyðarlínu og lög­reglu viðvart og voru sjúkra­bíll og lög­regla send á vett­vang.

Fyrri greinMetin féllu á Kastþraut Óla Guðmunds
Næsta greinHólmfríður aftur til Avaldsnes