Flugslys á Haukadalsflugvelli

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Flugvél hlekktist á í flugtaki á Haukadalsflugvelli á Rangárvöllum í dag. Tilkynning um slysið barst Neyðarlínunni klukkan 14:23.

Lögregla og sjúkraflutningamenn fóru á vettvang ásamt björgunarsveitarfólki. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var flugmaðurinn einn í vélinni.

Lögreglan á Suðurlandi veitir ekki frekari upplýsingar um slysið að sinni.

Þetta er annað flugslysið sem verður á Haukadalsflugvelli á þremur dögum en á fimmtudag hlekktist flugvél á þar í lendingu.

Fyrri greinSafnaði 200 þúsund krónum með hlaupi fyrir Kraft
Næsta greinMikilvæg stig í súginn fyrir vestan