Flugmaður slasaðist á Búrfelli

Mynd úr safni. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Allar björgunarsveitir á Suðurlandi og í Árnessýslu voru kallaðar út klukkan 13:20 í dag vegna svifvængsflugmanns sem hafði lent í vandræðum á Búrfelli í Þjórsárdal og var slasaður.

Töluverður viðbúnaður er vegna slyssins og voru einnig kallaðir til sjúkraflutningamenn frá Suðurlandi ásamt þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Þyrlulæknir hlúði að manninum á vettvangi og var hann síðan fluttur með þyrlunni á slysadeild í Reykjavík.

Fyrri greinGóð þátttaka í prófkjöri Framsóknar
Næsta greinSigurður Ingi með 96% atkvæða – Silja hafnar 3. sætinu