Flughált undir Fjöllunum

Flughált er frá Steinum og austur að Vík í Mýrdal. Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum en hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi.

Búist er við stormi sunnan- og suðvestanlands í kvöld. Veðurstofan gerir ráð fyrir hvössum vindhviðum, 35-40 m/s undir Eyjafjöllum og í Öræfasveit frá því síðdegis í dag og fram á nótt.