Flugeldum stolið í innbroti í Bræðrabúð

Ljósmynd/Bróðurhöndin

Brot­ist var inn í hús­næði björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar Bróður­hönd í Bræðrabúð við Heimaland und­ir Eyja­fjöll­um í nótt og flugeldum að verðmæti einnar milljón króna stolið.

„Við selj­um bara í einn dag og sem bet­ur fer vor­um við bún­ir að ná okk­ar sölu­degi. En það var fullt af flug­eld­um eft­ir,“ seg­ir Ein­ar Viðar Viðars­son, formaður Bróður­hand­ar, í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir að hurð á hús­næði björg­un­ar­sveit­ar­inn­ar hafi verið spennt upp með kúbeini ein­hvern tím­ann á milli klukk­an 22:30 í gær­kvöldi og 9:30 í morg­un.

Þjóf­arn­ir virðast ein­ung­is hafa haft áhuga á flug­eld­um því engu öðru virðist hafa verið stolið.

Frétt mbl.is

Fyrri greinDýraeigendur hugi vel að dýrum sínum um áramótin
Næsta greinUmferðarslys á Biskupstungnabraut