Flugeldasýning á Stokkseyri í kvöld

Í kvöld klukkan 20:00 stendur Björgunarfélag Árborgar fyrir árlegri flugeldasýningu á Stokkseyri í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg.

Skotið verður af Stokkseyrarbryggju klukkan 20 og eru íbúar sveitarfélagsins og nærsveitungar hvattir til að kíkja á sýninguna sem hefur verið glæsileg undanfarin ár.