Flugeldasýning á Selfossi á þrettándanum

Boðið verður upp á glæsilega flugeldasýningu. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Páll Jökull Pétursson

Engin þrettándahátíðahöld verða á Selfossi í ár vegna samkomutakmarkana. Þó verður boðið upp á veglega flugeldasýningu, þar sem jólin verða kvödd.

Sýningin verður kl. 20:30 á Fjallinu eina við íþróttavöllinn og er hún í umsjón Ungmennafélags Selfoss í góðri samvinnu við Björgunarfélag Árborgar og Sveitarfélagið Árborg.

Þar sem flugeldasýningarnar eiga að sjást vel á stóru svæði eru íbúar og gestir vinsamlegast beðnir um að virða fjöldatakmarkanir og 2 metra regluna, vera í bílum þar sem það er hægt og með andlistgrímur þar sem þarf líkt og sóttvarnarreglugerðir segja til um.

Fyrri greinGuðmundur Árni íþróttakarl Aftureldingar
Næsta greinStungið á hjólbarða í Álalæk