Flugeldabingó í Iðu

Áramótabingó frjálsíþróttadeildar Umf. Selfoss verður haldið í Iðu, íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands miðvikudaginn 27. desember klukkan 19:30.

Spjaldið kostar 750 kr og verða spilaðar tíu umferðir um glæsilega flugeldapakka.

Veitingasala á staðnum og að sjálfsögðu allir velkomnir.

Fyrri grein33 fangar virkir í námi
Næsta grein„Hefjum Alviðru til vegs og virðingar“