Flot á undarlegum stað

Landhelgisgæslunni barst í síðustu viku tilkynning um torkennilegan hlut sem fannst við Markarfljót, skammt frá hringveginum.

Þar sem ekki tókst að senda mynd til Landhelgisgæslunnar var ákveðið að þyrla í eftirlitsflugi kæmi við á staðnum og myndaði hlutinn. Voru myndirnar síðan sendar til greiningar hjá sprengjusérfræðingum og töldu þeir að um sé að ræða flot úr kafbátagirðingu.

Verður hluturinn kannaður nánar en mönnum þykir staðsetningin undarleg.

Fyrri greinSkaftfellingar keppa í kvöld
Næsta greinArnar hættur með Selfossliðið