Flokkur fólksins er með 18,8 prósenta fylgi í Suðurkjördæmi og hefur mesta fylgið í kjördæminu í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup.
Sunnlenska.is birtir niðurstöðurnar úr Suðurkjördæmi í samstarfi við RÚV en Gallup fékk 308 svör frá kjósendum í Suðurkjördæmi dagana 1.-14. nóvember.
Flokkur fólksins er með 18,8% fylgi samkvæmt þessari könnun, Sjálfstæðisflokkurinn 18,1%, Samfylkingin 16%, Viðreisn 13,9%, Miðflokkurinn 13,3%, Framsókn 8,8%, Sósíalistar 4,1%, Lýðræðisflokkurinn 2,5%, Vinstri græn 2,4% og Píratar 2,0%.
Suðurkjördæmi er langsterkasta vígi Flokks fólksins en þar á eftir kemur Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn er með 11,7% fylgi.
Kjördæmakjörnir þingmenn í Suðurkjördæmi eru níu talsins. Samkvæmt könnuninni fengju Flokkur fólksins, Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin 2 menn kjörna og Viðreisn, Miðflokkurinn og Framsókn 1 mann kjörinn. Aðrir flokkar ná ekki inn manni.