Flokksval hjá Samfylkingunni

Á þingi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi sem fram fór í Reykjanesbæ í dag var ákveðið að efna til flokksvals við val á framboðslista vegna alþingiskosninganna 2013.

Þar munu flokksfélagar og skráðir stuðningsmenn einir hafi kosningarétt. Valið verður rafrænt og fer fram dagana 16.–17. nóvember nk. en kjörstaðir verða einnig opnir þessa daga.

Niðurstaðan verður bindandi í fjögur efstu sæti listans. Við uppstillingu á framboðslistann verður beitt paralistaaðferð til að tryggja jafnt hlutfall kynja.

Framboðsfrestur rennur út 24. október.