Flóahreppur kominn á Facebook

Flóahreppur hefur opnað síðu á Facebook þar sem ætlunin er að miðla upplýsingum, fréttum og fundargerðum úr sveitarfélaginu.

Það hefur færst í vöxt að sveitarfélög nýti sér þennan öfluga samskiptamiðil til þess að ná sambandi við íbúa sína og aðra áhugasama.

Lausleg athugun sunnlenska.is sýnir að átta sunnlensk sveitarfélög eru með virka upplýsingamiðlun á Facebook en auk Flóahrepps eru það Árborg, Grímsnes, Hrunamannahreppur, Skeiða- og Gnúpverjahreppur, Rangárþing eystra, Rangárþing ytra og Skaftárhreppur.

Hefur þessi aðferð sveitarfélaganna víðast hvar fallið vel í kramið hjá íbúum en tilurð síðunnar í Rangárþingi ytra varð tilefni til ósættis þar, en fulltrúar minnihlutans töldu síðuna stofnaða án heimildar sveitarstjórnar.

Facebooksíða Flóahrepps

Fyrri grein„Við tökum við góðri uppskrift“
Næsta greinOlga ráðin framkvæmdastjóri fimleikadeildarinnar