Flóaáveitan myndi kosta 350 milljónir í dag

Gestum á afmælishátíð Flóaáveitunnar þann 1. júní sl. gafst kostur á að giska á núvirði framkvæmda vegna Flóaáveitunnar sem kostuðu rúma eina milljón kr. á árunum 1922-1927.

Samkvæmt útreikningum sérfróðra nemur núvirði framkvæmdanna 350 milljónum króna. Um 300 tillögur bárust og voru þær flestar töluvert hærri en reiknimeistarar töldu.

Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Selfoss,i var getspakastur en hans tillaga hljóðaði upp á 350 milljón kr. Hann hlaut í verðlaun gistingu á Hótel Selfossi fyrir tvo ásamt þriggja rétta kvöldverði og morgunmat. Hann fékk einnig tvö bindi af sögu Mjólkurbús Flóamanna.

Hótel Selfoss og Mjólkursamsalan gáfu vinninga.

Fyrri greinFróðleg sýning í Hveragerði
Næsta greinTíu Ægismenn tylltu sér á toppinn