Flóðið í rénun

„Menn segja flóðið heldur í rénun og að það hafi náð hámarki um kl. 13 í dag,“ segir Sigmundur Sigurgeirsson, ritstjóri Sunnlenska fréttablaðsins, sem staddur er fyrir austan Hvolsvöll.

„Varnargarðarnir virðast halda að mestu leyti þrátt fyrir að vera orðnir aldargamlir. Það urðu einhverjar vegaskemmdir en Markarfljótsbrúin virðist hafa sloppið,“ segir Sigmundur og bætir við að fáir séu á ferðinni fyrir utan fjölmiðlamenn.

Fyrri greinStórt gos í toppi Eyjafjallajökuls
Næsta greinEkki gert ráð fyrir skemmdum á Landeyjahöfn