Fljúgandi hálka í uppsveitunum

Þrír bílar lentu í umferðaróhappi á gatnamótum Biskupstungnabrautar og Skálholtsvegar í kvöld. Tveir bílanna lentu saman en sá þriðji ók útaf til að forða árekstri.

Ökumenn og farþegar bílanna sluppu allir án meiðsla.

Flughált er á öllum vegum í uppsveitum Árnessýslu og hvetur lögreglan ökumenn til að fara varlega.