Fljúgandi hálka í Rangárþingi og víðar

Lögreglan á Hvolsvelli vill vara ökumenn við því að núna getur myndast skyndilega ísing á vegum og er þegar flughált í og við Hvolsvöll og Hellu, og má búast við því víðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Kirkjubæjarklaustri er mikil ísing á þjóðveginum við Kirkjubæjarklaustur.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að hálka er á Skeiðavegi og víðar í uppsveitum Árnessýslu.

UPPFÆRT KL. 21:55

Fyrri greinSkiptimynt stolið á Hlölla
Næsta greinVÍS lokar í Hveragerði og Vík