Flippaðir ferðaþættir um Suðurland

Skíðalandsliðskonan María Finnbogadóttir og dagskrárgerðarkonan Ásthildur Ómarsdóttir sjá um dagskrárgerðina. Ljósmynd/N4

Sjá Suðurland er heitið á glænýjum ferðaþáttum sem hefja göngu sína næsta sunnudagskvöld, þann 13. júní á N4.

Í þáttunum ferðast æskuvinkonurnar María Finnbogadóttir og Ásthildur Ómarsdóttir um Suðurlandið á Go Campers bíl og lenda þar í ýmsum klikkuðum ævintýrum.

Ásthildur er sjónvarpsáhorfendum á N4 að góðu kunn en hún hefur komið nálægt ýmissi dagskrárgerð á stöðinni á undanförnum árum. Æskuvinkona hennar, María Finnbogadóttir, er atvinnu skíðakona og búsett í Austurríki. Þær stöllur gerðu eftirminnilega ferðaþætti í fyrra fyrir N4 í sem hétu Vá Vestfirðir en þá þvældust þær vinkonur um á Go Campers bíl um Vestfirðina.

Í nýju þáttunum,Sjá Suðurland, ferðast þær stöllur um Suðurlandið og leita uppi skemmtilega hluti til þess að gera. Á ferðalaginu ögra þær sér á ýmsan máta, fara meðal annars í zipline, á fjórhjól, í svifdrekaflug og skella sér á æfingu hjá einum frægasta crossfittara Íslands, Björgvini Karli Guðmundssyni í Hveragerði.

Flipp við flugvélarflakið á Sólheimasandi. Ljósmynd/N4
Fyrri greinBráðaþjónusta íbúa landsbyggðarinnar
Næsta greinBarnalán á Hornafirði