Flestir Sunnlendingar eru tvíburar

Flestir Sunnlendingar eru í Tvíburamerkinu, eða 9,0% íbúa Suðurlands. Fæstir eru í Sporðdrekamerkinu og Steingeitinni.

Nú er komið að áramótum og margir velta fyrir sér hvað nýtt ár beri í skauti sér. Stjörnuspár eru skoðaðar og fólk lætur sig dreyma um ævintýri nýs árs. Af því tilefni tók Þjóðskra Íslands saman upplýsingar um það hvernig Íslendingar skiptast í stjörnumerki.

Athygli vekur að næst stærsti hópur Sunnlendinga er í Nautinu, 8,9%, og er það heilum 0,2% yfir landsmeðaltali.

Þar á eftir koma Krabbinn, Ljónið og Meyjan en 8,8% Sunnlendinga eru í þessum merkjum.

Fæstir eru hins vegar í Sporðdrekanum og Steingeitinni, eða 7,6%. Steingeiturnar eru þó yfir landsmeðaltali en 7,4% landsmanna eru steingeitur.

Nánar um þetta á heimasíðu Þjóðskrár Íslands.