Flestir á hraðferð við Vík og Klaustur

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. Ljósmynd/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi kærði 27 ökumenn fyrir að aka of hratt um Suðurland í liðinni viku. Flestir voru á svæðinu í kring um Vík og Kirkjubæjarklaustur. Tveir þeirra óku bifreiðum sínum hraðar en 140 km/klst þar sem leyfður hraði er 90 km/klst.

Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna eða lyfja við akstur í liðinni viku. Endanleg meðferð málanna bíður niðurstöðu rannsóknar á blóðsýnum sem tekin voru úr viðkomandi.

Fyrri greinMissti meðvitund eftir fall í Raufarhólshelli
Næsta grein„Ég er bara svona skrítin“