Flestar sveitir komnar í hús

Nú eru flestar björgunarsveitir komnar í hús eftir verkefni dagsins nema þær sem sinna lokunarpóstum Vegagerðar og lögreglu.

Í fréttatilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu segir að dagurinn hafi verið nokkuð annasamur hjá björgunarsveitunum. Verst var ástandið á Suðvesturhorninu, meðal annars á Suðurstrandarvegi.

Einnig voru ökumenn aðstoðaðir á Lyngdalsheiði, Þingvöllum, við Flúðir og víðar.

Auk þess að aðstoða ökumenn hafa björgunarsveitir sinnt lokunarpóstum en Vegagerð og lögregla hafa víða lokað vegum fyrir umferð. Í tilkynningunni fá Landsbjörgu segir að ljóst sé að slíkar ráðstafanir hafi komið í veg fyrir mikinn vanda í gær og í dag.

Fyrri greinÚtgáfutónleikar Kalla Hallgríms í Aratungu
Næsta greinBúið að opna Hellisheiði – Suðurstrandarvegur lokaður