Flestar leiðir greiðfærar

Búið er að hreinsa og opna allar aðalleiðir á Suðurlandi, nú síðast Hellisheiðina sem var opnuð í áföngum í morgun.

Þrengslavegur var opnaður laust eftir miðnætti í nótt.

Vegfarendur eru varaðir við því að yfirborðsskemmdir á vegum hafa verið töluverðar á Suðurlandi undanfarið vegna hlýinda og er mikið um holur. Vegfarendur eru því beðnir að fara með gát.

Fyrri greinMáté áfram með Hamar
Næsta greinFærðu ungabarni þurrmjólk á snjóbíl