Flest hraðakstursbrotin í V-Skaftafellssýslu

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Í liðinni viku voru 38 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

Alls voru 23 þeirra á ferðinni í V-Skaftafellssýslu, einn í A-Skaftafellssýslu, fimm í Rangárvallasýslui og átta í Árnessýslu.

Nú hafa 2.052 ökumenn verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er ári. Rúmlega 500 af þeim eru með erlenda kennitölu en um 1.500 með íslenska kennitölu.

Álagðar sektir vegna þessara brota nema um 170 milljónum króna.

Fyrri greinBirna Guðrún ráðin leikskólastjóri
Næsta greinFjöldi í sóttkví tvöfaldast