Flest hraðakstursbrotin í V-Skaftafellssýslu

Lögreglan á Mýrdalssandi. Mynd úr safni. sunnlenska.is/Jóhanna S. Hannesdóttir

Í liðinni viku voru 38 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi.

Alls voru 23 þeirra á ferðinni í V-Skaftafellssýslu, einn í A-Skaftafellssýslu, fimm í Rangárvallasýslui og átta í Árnessýslu.

Nú hafa 2.052 ökumenn verið kærðir fyrir að aka of hratt í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi það sem af er ári. Rúmlega 500 af þeim eru með erlenda kennitölu en um 1.500 með íslenska kennitölu.

Álagðar sektir vegna þessara brota nema um 170 milljónum króna.