Fleiri námsmenn í fangelsum

Fjöldi fanga í námi við Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur aukist og eru nú 42 fangar í námi við skólann, þar af átta í fjarnámi á Kvíabryggju.

Kennsla fer fram á Litla-Hrauni og í Bitru. Á Litla-Hrauni eru tuttugu nemendur en fjórtán á Bitru. Átta nemendur eru í fjarnámi á Kvíabryggju.

Auk þessara nemenda stunda nokkrir fangar fjarnám á háskólastigi eða við aðra skóla.

Við Fjölbrautaskóla Suðurlands eru nú 947 nemendur í dagskóla. Auk þeirra eru 37 grunnskólanemar í námi í tengslum við FSu. Þrettán nemendur sem voru í 10. bekk fyrir áramót koma nú alveg yfir í FSu í upphafi vorannar.