Fleiri konur í tveimur sveitarfélögum

Karlar eru 51,4% íbúa Suðurlands. Í tveimur sveitarfélögum búa fleiri konur en karlar.

Íbúar þeirra þrettán sveitarfélaga á Suðurlandi sem eru á starfssvæði Sunnlenska eru um 7,4% Íslendinga. Hlutfall Sunnlendinga af þjóðinni hefur lækkað örlítið á milli ára eða um 0,4%. Fækkun varð í sjö sveitarfélögum á Suðurlandi.

Í tveimur sveitarfélögum eru konur meirihluti íbúa. Í Ásahreppi búa 104 konur og 90 karlar en í Bláskógabyggð er munurinn minni. Þar eru konurnar 472 en karlarnir 470.