Flaut upp og valt

Ökumaður slapp ómeiddur þegar hann velti bíl sínum á Þingvallavegi, skammt frá þjónustumiðstöðinni, síðdegis í dag.

Ausandi rigning var á Þingvöllum þegar slysið varð og virðist bíllinn hafa flotið upp á blautum veginum og ökumaðurinn misst stjórn á honum. Bíllinn endaði á hvolfi utan vegar.

Ökumaðurinn slapp með minniháttar meiðsli en var fluttur til skoðunar á slysadeild í Reykjavík.