Flatskjá stolið úr sumarbústað

Flatskjá var stolið úr sumarbústað við Suðurheiðarveg í Grímsnesi á tímabilinu frá 16. október til 13. nóvember síðastliðinn.

Eigendur bústaðarins höfðu ekki komið í húsið í tæpan mánuð en tilkynntu þjófnaðinn til lögreglu þegar hann uppgötvaðist og er málið óupplýst.