Fjósinu á Stóra-Ármóti breytt

Nú á haustdögum hefur verið unnið að breytingum á fjósinu á tilraunabúi Búnaðarsambands Suðurlands á Stóra Ármóti í Flóahreppi. Fjósið, sem er frá árinu 1986, og því rúmlega 30 ára gamalt var básafjós þar sem kýr voru leystar til mjalta.

Með hliðsjón af velferð kúa og breytingum á aðbúnaðarreglugerð var ákveðið að breyta fjósinu í lausagöngufjós með legubásum. Mjaltakerfið er endurnýjað og nýr sköfuróbót sem hreinsar mykju af steyptu gólfi keyptur. Möguleiki verður á að koma fyrir einstaklingsfóðrunarboxum vegna tilraunastarfs.

Verkinu miðar vel og ef allt fer að óskum verða kýrnar fluttar í fjósið í lok næstu viku.

Kostnaðaráætlun hljóðar upp á 24 milljónir.

Fyrri greinNý bók frá Þórði í Skógum
Næsta greinEfndu til keppni og mældu matarsóun í Vallaskóla