Fjörutíu manns bjargað af Lyngdalsheiði

Mynd úr safni. Ljósmynd/Ingunn

Björgunarsveitir aðstoðuðu í kvöld um fjörutíu manns úr bílum sem sátu fastir á Lyngdalsheiði, þar af voru þrjátíu manns fluttir í Héraðsskólann á Laugarvatni.

Nokkrir bílar voru skildir eftir á heiðinni. Björgunarsveitir í Árnessýslu hafa líka sinnt líka lokunum við Þrengsli og Hellisheiði en búið er að aðstoða alla ökumenn á þessum slóðum ofan af fjallinu.

Fyrri greinDagný í liði ársins
Næsta greinÞórsarar upp í 3. sætið