Fjórum bjargað af bílþaki í Hólmsá

Björgunarsveitirnar Stjarnan í Skaftártungu og Lífgjöf í Álftaveri voru kallaðar út á fyrsta forgangi á sjöunda tímanum í kvöld þegar neyðarboð bárust í gegnum svokallað Spot tæki. Var tækið þá staðsett nálægt vaðinu á Hólmsá.

Fljótlega kom í ljós að bíll var fastur í ánni og fjórir erlendir ferðamenn á toppi hans. Fleiri ferðalangar voru á bílum við ána og óku þeir þangað sem var símasamband og gátu gefið upplýsingar um ástandið.

Björgunarsveitin Stjarnan kom á staðinn um klukkan 19:40 og tókst að ná ferðafólkinu á þurrt rétt í þann mund sem þyrla Landhelgisgæslunnar, sem einnig var kölluð út, kom á staðinn. Þyrlunni var þá snúið til baka.

Fyrri greinGaskútar og rafstöð á borði lögreglunnar
Næsta grein„Maður var að berjast, bölva og blóta…“