Fjórtán slys án alvarlegra meiðsla

Nokkur umferðarslys hafa orðið á þessum gatnamótum á síðustu árum. sunnlenska.is/Jóhanna SH

Fjórtán umferðarslys voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurlandi í síðustu viku. Ekki urðu alvarleg meiðsli í neinu þessara slysa.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum var í þremur tilvikum um fólksflutningabíla að ræða en samtals voru 83 farþegar í bílunum þremur og sluppu þeir allir án teljandi meiðsla.

Lögregla hvetur alla til þess að nota öryggisbelti því þau skipta öllu máli í að lágmarka meiðsli og ökumenn fólksflutningabíla eru hvattir til að kynna erlendum farþegum þá skyldu að nota öryggisbelti.

Fyrri greinViðar Örn lánaður til Tyrklands
Næsta greinGlæsileg fimleikasýning í Hveragerði