Fjórtán slökkviliðsmenn luku verklegu prófi

Í lok október luku fjórtán sunnlenskir slökkviliðsmenn verklegu lokaprófi slökkviliðsnema. Prófið var haldið af Mannvirkjastofnun fyrir slökkviliðsmenn sem hafa lokið fjarnámi Brunamálaskólans.

Í prófinu var hæfni manna á hinum ýmsu sviðum prófuð með raunhæfum verkefnum og handbrögðum.

Það er skemmst frá því að segja að prófdagurinn gekk með ágætum og voru tíu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu og fjórir frá Slökkviliði Mýrdalshrepps í Vík útskrifaðir úr fjarnámi Mannvirkjastofnunar í lok dags.

Nokkrum dögum síðar lauk sex manna hópur hjá Brunavörnum Árnessýslu bóklega prófinu eftir fjarnám og framundan hjá þeim er verknámið sem mun standa yfir næstu mánuði og ljúka með prófi í vor.

Fyrri greinÓskar og öll stjórnin endurkjörin
Næsta greinBókakynning á bókasafninu