Fjórtán milljón króna miði á Selfossi

Viðskiptavinur sem keypti sér Lottómiða hjá Olís á Arnbergi á Selfossi hafði heppnina með sér en miðinn hans var sá eini með allar tölurnar réttar í Lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hann því rúmlega 14,1 milljón í vinning.

Lott­ó­töl­ur kvölds­ins voru 1 – 13 – 26 – 35 – 36 en bón­ustal­an var 38. Jóker­töl­ur kvölds­ins voru 5 – 3 – 2 – 3 – 6.

Þetta er annar stóri vinningurinn sem kemur úr sölukassa á Selfossi á árinu, en í janúar vann eldri borgari á Suðurlandi rúmlega 86 milljónir króna í Víkingalottóinu. Sá miði var seldur í Samkaupum.

Fyrri greinÁstand sleða og fólks með besta móti
Næsta greinAllar björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út vegna vélsleðaslyss