Fjórtán listamenn dvelja í listamannahúsinu

Í desember fór fram úthlutun á dvöl í listamannahús Hveragerðisbæjar, Varmahlíð. Alls bárust 22 umsóknir frá innlendum og erlendum listamönnum.

Á fundi MÍF-nefndar í desember var samþykkt að eftirfarandi listamenn fengju úthlutun:

Hjörtur Pálsson, rithöfundur í janúar
Steinn Kárason, rithöfundur í febrúar
Kristian Guttesen, rithöfundur í mars
Ástmar Ólafsson, tónlistarmaður í apríl
Pia Rakel Sverrisdóttir, myndlistarmaður í maí
Siena Gillann Porta, myndlistarmaður í júní
Þorsteinn Guðmundsson, rithöfundur í júlí
Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Karlotta Blöndal og Ólöf Helga Helgadóttir, myndlistarmenn í ágúst
Steinunn G. Helgadóttir, rithöf/myndlistarmaður í september
Ingi Reyndal, rithöfundur í október
Auður H. Ingólfsdóttir, rithöfundur í nóvember
Óskar Árni Óskarsson, rithöfundur í desember

Húsið er ætlað lista- og fræðimönnum allt árið um kring. Ekki er gert ráð fyrir að gestir Varmahlíðar greiði fyrir aðstöðuna en hins vegar er ætlast til að þeir sem úthlutun hljóta séu með kynningu á listsköpun sinni og stuðli að því að efla menningaráhuga uppvaxandi kynslóðar í Hveragerði.

Á undanförnum árum hafa listamenn kynnt list sína í skólunum, hjá eldri borgurum, í bókasafninu eða í Listasafni Árnesinga. Einnig hafa listamenn komið fram á hátíðum í bænum.

Fyrri greinBlóðbankabíllinn á Selfossi í dag
Næsta greinMarín og Ragnar verðlaunuð