Fjórtán kærðir fyrir að tala í síma undir stýri

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Lögreglan á Suðurlandi kærði nítján ökumenn fyrir að aka of hratt í síðustu viku.

Tveir þeirra voru á íbúðargötum þar sem leyfður hámarkshraði er 30 km/klst, annar í Hveragerði og hinn á Stokkseyri.

Þrír voru kærðir fyrir að aka of hratt á Selfossi þar sem leyfður hámarkshraði er 50 km/klst og tveir voru stöðvaðir á vegarkafla þar sem 70 km/klst hraði er leyfður.

Aðrir voru á 90 km/klst vegi, sjö þeirra í V-Skaftafellssýslu en sá sem hraðast ók mældist á 135 km/klst á Suðurlandsvegi í Flóa.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að fjórtán ökumenn voru kærðir fyrir að tala í farsíma við akstur bifreiða sinna í liðinni viku. Sekt við slíku broti er krónur 40 þúsund.

Fyrri greinUm 70 ungir einstaklingar greinast árlega með krabbamein
Næsta greinÍbúafundur í beinu streymi í hádeginu í dag