Fjórlembingar í Landbrotinu

Á bænum Þykkvabæ í Landbroti er sauðburður kominn á fullt skrið. Á dögunum komu í heiminn fjórlembingar undan sæðishrútnum Grámanni frá Bergsstöðum og Gránu gömlu.

Helga Jónsdóttir í Þykkvabæ sendi Búnaðarsambandi Suðurlands þessa skemmtilegu mynd og birtist hún á heimasíðu sambandsins. Fjórlembingarnir eru allir golóttir, upp á skaftfellsku, eða botnóttir eins og víðar er talað um.

Fyrri greinKórtónleikar í Skálholti
Næsta greinSímenntun og miðlun háskólanáms í sókn