Fjórir umsækjendur um skólastjórastarf

Laugalandsskóli í Holtum. Ljósmynd/RY

Frestur til að sækja um starf skólastjóra Laugalandsskóla í Holtum rann út þann 2. apríl síðastliðinn og sóttu fjögur um starfið.

Umsækjendurnir eru :
Fannar Karvel Steindórsson, framkvæmdastjóri
Jónas Bergmann Magnússon, skólastjóri
Karl Newman, dagskrárgerðarmaður
Klara Guðbrandsdóttir, náms- og starfsráðgjafi

Í tilkynningu frá Rangárþingi ytra segir að úrvinnsla umsókna og viðtöl standi yfir og áætlað er að ráða í starfið fljótlega.

Fyrri greinSigurkarfan kom úr skrúðgarðinum
Næsta greinSelfoss fékk Fjölni í bikarnum