Fjórir umsækjendur í Árborgarprestakalli

Selfosskirkja. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Fjórir umsækjendur eru um starf prests í Árborgarprestakalli sem auglýst var laust á dögunum.

Einn umsækjandinn óskaði nafnleyndar en hinir fjórir eru sr. Guðrún Eggerts Þórudóttir sóknarprestur á Ólafsfirði, sr. Jóhanna Magnúsdóttir fyrrverandi sóknarprestur á Kirkjubæjarklaustri og Hilmir Kolbeins guðfræðingur.

Starfið var auglýst eftir að sr. Arnaldur Bárðarson var ráðinn prestur í Austfjarðaprestakalli. Miðað er við að nýi presturinn í Árborg geti hafið störf sem fyrst, en í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að niðurstaða um ráðningu liggur fyrir.

Allar gildar umsóknir fara til valnefndar sem skal ná samstöðu um einn umsækjanda og í framhaldinu ræður biskup viðkomandi í starfið, að því gefnu að hann telji niðurstöður valnefndar reistar á lögmætum sjónarmiðum.

Fyrri greinHSU er ekki á neyðarstigi
Næsta greinUngmennin hlupu niður botnliðið