Lögreglan á Selfossi kærði fjóra einstaklingar í síðustu viku fyrir vörslu á fíkniefnum. Allir voru þeir með lítilræði af kannabisefnum og verða mál þeirra afgreidd til ákæru.
Þrír ökumenn voru kærðir fyrir ölvunarakstur í liðinni viku og einn fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.
Tveir umráðamenn bifreiða voru kærðir fyrir að vera ekki með ökutæki sín tryggð. Eins og áður varðar það 30 þúsund króna sekt.