Fjórir teknir fyrir fíkniefnaakstur

Lögreglan að störfum. sunnlenska.is/Dýrleif Nanna Guðmundsdóttir

Lögreglan á Suðurlandi stöðvaði fjóra ökumenn í liðinni viku vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Aðrir tveir eru grunaðir um að hafa ekið bifreiðum sínum ölvaðir.

Þá voru fjórir ökumenn kærðir fyrir að aka sviptir ökurétti í síðustu viku og tveir unglingar voru stöðvaðir þar sem þeir voru komnir með bílpróf. Mál þeirra voru afgreidd með tilkynningu til barnaverndar auk viðeigandi sekta.