Fjórir Sunnlendingar í ungmennaráði

Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar sem í eru unglingar á aldrinum 14-18 ára, alls staðar að af landinu, og verða þeir stofnuninni innan innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og ungmenni.

Fjórir Sunnlendingar eiga sæti í ráðinu, Ástþór Jón Tryggvason frá Vík í Mýrdal, Marta Valdís Reykdal frá Kvistum í Ölfusi, Sigrún Birna Steinarsdóttir frá Höfn og Guðmunda Bergsdóttir í Árborg.

Ungmennin verða m.a. ráðgefandi um framtíðarsýn í þeim málum sem varða þeirra aldursflokk, eins og t.d. útgáfu námsefnis, námsmat, innritun og fl. Einnig verða Þau verða starfsfólki Menntamálastofnunar innan handar í einstökum verkefnum, ef tími og aðstæður ráðgjafa leyfa, sitja fundi, málþing eða ráðstefnur á vegum Menntamálastofnunar, ef þurfa þykir, og halda erindi á ráðstefnum, skrifa greinar í blöð og funda með ráðamönnum, svo nokkuð sé nefnt.

Alls eru 22 ungmenni í ráðinu, 12 stúlkur og 10 strákar, og voru þau tilnefnd af samstarfsaðilum Menntamálastofnunar í kjölfar samráðsfundar í vor með fulltrúum úr ýmsum starfandi ungmennaráðum.