Fjórir stöðvaðir við fíkniefnaakstur

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Í síðustu viku voru fjórir ökumenn sem lögreglan á Suðurlandi hafði afskipti af færðir til sýnatöku vegna gruns um að þeir væru undir áhrifum fíkniefna.

Að auki voru tveir aðrir stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur. Tveir þessara sex ökumanna voru að aka sviptir ökurétti vegna fyrri brota.

Í dagbók lögreglunnar kemur einnig fram að tíu tilkynningar bárust um að ekið hafi verið á sauðfé, langflestar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Þá voru skráningarnúmer þriggja bifreiða fjarlægð þar sem þær reyndust ótryggðar í umferðinni og klippt var af fjórða bílnum þar sem eigandi hans hafði vanrækt að fara með bílinn í endurskoðun.

Fyrri grein„Aldrei nóg af náttúrubörnum“
Næsta greinHarður árekstur í Ölfusinu