Fjórir sóttu um Fossbúð

Félagsheimilið Fossbúð í Skógum hefur verið leigt út síðastliðin ár en leigusamningi var nýlega sagt upp og lauk honum um áramótin.

Á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var í desember sýndu heimamenn því mikinn áhuga að leigja félagsheimilið undir þjónustustarfsemi tengda ferðamennsku. Í kjölfar fundarins var auglýst eftir áhugasömum aðilum og sóttu fjórir um.

Byggðaráð hefur farið yfir umsóknirnar og fundað með öllum umsækjendum en ákvörðun byggðaráðs mun væntalega liggja fyrir í þessari viku.

Kappkostað verður að félög- og heimamenn geti einnig nýtt húsið fyrir hefðbundna félagsstarfsemi undir Fjöllunum.