Fjórir sluppu án meiðsla

Ökumaður og þrír farþegar sluppu án teljandi meiðsla þegar jeppabifreið valt efst í Kömbunum um kl. 21:30 í kvöld.

Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins og fóru tveir sjúkrabílar á vettvang. Þegar lögregla kom á staðinn voru allir komnir út úr bílnum án teljandi meiðsla en einn fjórmenninganna var líklega rifbeinsbrotinn.

Bíllinn endaði á hliðinni utan vegar en að sögn lögregluvarðstjóra á Selfossi er fljúgandi hálka á svæðinu.